Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1614259763.33

    Hollywood, Humour, and Happiness
    ENSK3HH05
    84
    enska
    Húmor og hamingja
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er lagt upp með að nemendur auki skilning sinn á mannlegum styrkleikum, trú á eigin getu, sem og mikilvægi húmors og æðruleysis í lífinu. Kafað verður ofan í áhrif húmors til að takast á við erfið samfélagsleg mál, m.a. með því að kynnast uppistandssenunni í BNA og víðar. Jafnframt verður lögð áhersla á fjölmiðlalæsi og nemendur hvattir til gagnrýni á óraunhæfar glansmyndir sem dregnar eru upp í fjölmiðlum og kvikmyndum, með það fyrir sjónum að auka þekkingu nemenda á því hvernig fjölmiðlaefni mótar viðhorf neytenda. Þar að auki munu nemendur skoða hve gríðarlega sterkt afl Hollywood getur verið til breytinga í samfélaginu með samtakamætti sínum, t.d. í byltingum á borð við #metoo en líka í kúgunartilburðum á borð við The Hollywood Blacklist og bera saman hvernig ólíkir fjölmiðlar segja frá sama efninu.Nemendur munu læra að þekkja einkenni skammarinnar og hve tærandi eyðileggingarafl skömmin getur verið. Nemendur læra í því tilliti leiðir til að takast á við skömmina og færast frá vanmætti í átt að sjálfsöryggi. Nemendur munu ennfremur kynnast ýmsum hugtökum úr jákvæðri sálfræði og læra gagnreyndar leiðir til að framkvæma hamingjuaukandi æfingar. Áfanginn er kenndur á ensku, allt kennsluefni er á ensku og öll verkefni verða unnin á ensku. Sérstök áhersla verður á munnlega færni í tungumálinu og nemendur halda þar að auki áfram að þjálfast í vinnubrögðum við heimildarverkefni og við lestur fræðigreina.
    ENSK2TM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mannlegum styrkleikum og mikilvægi þess að þekkja styrkleika sína
    • gildi húmors, sjálfsmildi, umburðarlyndis og æðruleysis
    • leiðum til að takast á við skömmina
    • ýmsum kenningum jákvæðrar sálfræði er varða hamingjuna
    • fjölmiðlarýni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til fræðslu og/eða ánægju heimildir og rannsóknargögn, á gagnrýninn hátt
    • sjálfstæðri rannsóknarvinnu
    • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta og öðru kennsluefni
    • bera kennsl á hlutlægni og hlutleysi í umfjöllun ólíkra fjölmiðla
    • ígrunda eigin styrkleika og tilfinningar
    • takast á við skömmina
    • miðla eigin skoðunum á jákvæðan og viðhorfum á uppbyggilegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta fræði jákvæðrar sálfræði til að öðlast meiri lífsfyllingu
    • bæta eigið sjálfsmat og auka sýna sjálfum sér sjálfsmildi
    • sýna öðrum umburðarlyndi og skilning
    • lesa fjölmiðlatexta, heimildir og rannsóknargögn á gagnrýninn máta
    • miðla jákvæðum viðhorfum
    • setja skoðanir sínar fram með röksemdum og virðingu
    • auka víðsýni sína
    Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.