Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1615815943.85

    Inngangur að lögfræði
    LÖGF2LÖ05
    9
    lögfræði
    Lögfræði, inngangur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum LÖGF2LÖ05 - Inngangur að lögfræði verður lögfræði sem fræðigrein kynnt. Nemendur munu þjálfast í að lesa lög og greina réttarstöðu aðila og réttaráhrif laga. Markmið áfangans er að veita nemendum góða innsýn í aðferðafræði lögfræðinnar og er ætlað að hafa hagnýtt gildi til að veita nemendum þá grundvallarfærni og þekkingu sem þörf er á til þess að geta lesið og túlkað lög. Áfanginn hentar vel þeim nemendum sem stefna á áframhaldandi nám í lögfræði og nýtist sem val á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum lögfræðinnar á öllum þeim réttarsviðum sem til umfjöllunar eru
    • þeim ólíku réttarheimildum og lögskýringargögnum sem stuðst er við í íslenskum rétti
    • þeim lögum og réttarreglum sem gilda á þeim réttarsviðum sem til umfjöllunar eru
    • þeim grundvallarréttindum sem tryggð eru í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu
    • hlutverki og framkvæmd löggjafans við lagasetningu
    • helstu atriðum skaðabóta- og refsiréttar og þeirri aðferðarfræði sem þar er beitt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita og afla sér upplýsinga í lagasafni Alþingis og reglugerðarsafni Stjórnarráðsins
    • skilja notkun ákveðinna lykilhugtaka lögfræðinnar
    • móta og setja fram texta, lögfræðilegs eðlis, á ýmsan máta og átta sig á læsileika hans
    • leysa verkefni þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og skiljanlegan hátt
    • meta umfang og takmörk hinna ýmsu grundvallarréttinda sem tryggð eru í íslenskum rétti
    • sjá álitaefnin út frá ólíkum sjónarhornum
    • vinna sjálfstætt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja fram skoðanir sínar, taka þátt í rökræðum og túlka ólík sjónarmið á fordómalausan en gagnrýninn og ábyrgan hátt
    • efla með sér hæfni til sjálfstæðis í hugsun og vinnubrögðum sem og samstarfs
    • geta tekið afstöðu til siðferðilegra álitamála
    • vera virkur borgari í lýðræðisþjóðfélagi
    • bera virðingu fyrir mannréttindum
    • taka þátt í að móta samfélag sitt
    • geta unnið með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
    • nýta sér lögfræðilega þekkingu til lausnar í sérhæfðum, raunhæfum verkefnum
    • beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna
    • fylgja röksemdafærslu í mæltu máli og texta
    • vinna sjálfstætt að verkefnum og vera ábyrgur í heimildarleit
    • undirbúa frekara nám og störf
    Símat