Í áfanganum LÖGF3LM05 - Lýðræði og mannréttindi verða mannréttindi sem birtast m.a. í stjórnarskrá Íslands skoðuð m.t.t. umræðu í nútímanum um mannréttindi og meint brot á þeim gagnvart ýmsum hópum og einstaklingum á Íslandi. Áhersla er á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans og rökhugsun og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Undanfari LÖGF3LM05 er að hafa lokið 2. þreps áfanga í félagsfræði eða félagsvísindum. Áfanginn nýtist sem val á 3. þrepi.
Forkröfur eru að nemendur hafi lokið 2. þreps áfanga í félagsfræði eða félagsvísindum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallarhugtökum sem tengjast lýðræði, jafnrétti og mannréttindum