Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1616680015.98

    Útivist, æfingaferð
    ÚTIV2ÆF05
    None
    Útivist
    Útivist, æfingaferð
    í vinnslu
    2
    5
    Áfanginn er verklegur en í honum fara nemendur í viku æfinga- og keppnisferð til Geilo í Noregi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Tækniatriðum sinnar íþróttagreinar
    • Þeim undirbúningi sem þarf til að stunda íþróttina
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Framkvæma helstu tækniatriði sinnar greinar
    • Stunda sína grein við fjölbreyttar aðstæður
    • Sjá um undirbúning og viðhald á eigin útbúnaði fyrir æfingar og keppni
    • Útbúa æfingadagbók
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Greina og meta eigin tækni og annarra og koma með hugmyndir að því hvað má bæta og hvernig
    • Taka ábyrgð á að eigin búnaður sé í góðu ástandi fyrir æfingar og keppni
    • Nýta þjálfun sína sem best til að ná sem bestum árangri í sinni íþrótt
    • Geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefnin á faglegan og uppbyggilegan hátt
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa að uppfylla skilyrði um mætingu og virkni í tímum. Áfanginn er metinn út frá verkefnaskilum, mætingu, virkni, færni, áhuga og sjálfstæði.