Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1619021105.47

    Vist- og umhverfisfræði
    LÍFF3UV05(MA)
    None
    líffræði
    Vist-og umhverfisfræði
    for inspection
    3
    5
    MA
    Í áfanganum er fjallað um helstu vistferla í vistkerfum, hringrásir, fæðutengsl, stofna og framvindu. Fjallað er um áhrif vistbreytinga á loft, láð og lög. Sérstaklega eru valin íslensk vistkerfi, landlæsi, gróður, jarðvegsrof og vistheimt. Farið er í náttúrusiðfræði og sjálfbæra þróun í umræðutímum og í verkefnavinnu. Viðfangsefni tengjast nærumhverfi nemenda og samfélagi en taka um leið mið af því sem gerist í umheiminum. Umhverfismál eru í brennidepli í áfanganum og fjallað um gróðurhúsaáhrif, ósonlagið, súrnun sjávar, hringrásir efna, hnattræn umhverfisáhrif og alþjóðleg samvinnu og stefnumörkun í umhverfismálum. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum hnattrænnar hlýnunar á norðurhjara, þ.m.t. Ísland, regnskóga, hafið, loftlagsbreytingar, vatn í veröldinni, landið, eldsneyti og ferðaþjónustu.
    LÆSI2NÁ10
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sviði vist- og umhverfisfræði með sérstakri áherslu á sjálfbærni.
    • Einnig skal hann hafa getu til að nýta þessa þekkingu sína í verkefnum tengdum umhverfismálum.
    • í lok áfanga skal nemandi gera sér grein fyrir eigin ábyrgð í umhverfismálum og hvernig hann getur miðlað reynslu sinni og þekkingu til góðs í átt að sjálfbærni.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér gagna á gagnrýninn og ígrundaðan hátt og vinna lausnamiðað með álitamál sem upp kunna að koma
    • rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti
    • Efla hæfileikann til að bregðast við nýjum og krefjandi aðstæðum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja eigin viðfangsefni og takast á við þrautir, beita gagnrýninni hugsun, vinna með álitamál og meta mögulegar lausnir
    • vera fær um að lesa í náttúruna og vera meðvitaður um gildi, viðhorf og tilfinningar sínar gagnvart hnattrænum áhrifum og jafnræði jarðarbúa
    • Auka víðsýni og styrkja viðhorf sitt til umhverfismála.
    • Efla siðferðisþroska svo hann eigi auðveldara með að setja sig í spor annarra.
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.