Eitt meginmarkmið áfangans er að nemendur fái fjölbreytta hreyfingu eftir áhuga hverju sinni og hafa val á milli þess að fara í líkamsræktarsal, jóga og þrek í heitum sal eða boltaíþróttir. Í líkamsræktarsal er unnið sjálfstætt eftir áætlun þar sem sett eru markmið og unnið markvisst að þeim. Í heitum sal er unnið með jógaæfingar og stöður annars vegar og þol og styrktaræfingar hins vegar. Í boltaíþróttum eru teknar fyrir helstu boltagreinar og leikir auk spaðaíþrótta.
HEIL1HL02 eða HEIL1HN02
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
markmiðssetningu hvað varðar eigin heilsurækt
að þekkja líkama sinn og auka líkamsvitund sína
forvarnargildi almennrar heilsuræktar og hreyfingar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
öðlast leikni í líkamsbeitingu og vinnutækni
greina hvað líkami og hugur þarfnast við mismunandi aðstæður
taka sjálfstæðar ákvarðanir í heilsurækt sinni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæð vinnubrögð
meta heilsufarslegt ástand sitt og brugðist við því
geta unnið með öðrum og verið hvetjandi
bera ábyrgð á eigin heilsu
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.