Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1620051657.39

    Veður- og haffræði
    JARÐ3VH05(MA)
    6
    jarðfræði
    veður og haffræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    MA
    Áfanganum er ætlað að veita gagnlegan grunn í veðurfræði og kynna lítillega haffræði fyrir nemendum. Meginþættir efnisins eru öll grunnatriði sem skýra mismunandi veður eftir breiddargráðu, árstíðum, fjarlægð staða frá hafi, landslagi og gróðurfari. Rauði þráðurinn í áfanganum eru öll þau ferli sem sólargeislun kemur af stað í lofthjúpnum og veðrakerfin á yfirborði jarðar. Loftslagshugtakið er lykilatriði en einnig er mikil áhersla á staðbundin veður og allt sem ræður veðri á hverjum stað og á hverjum tíma. Sólgeislun, veður og vindar hafa sín áhrif á hafið, hafstrauma og öldur. Tengsl á milli veður- og haffræði eru útskýrð og skoðuð. Nokkur áhersla er á veðurmælingar og veðurfar á Íslandi. Allir þættir sem hafa áhrif á hita, úrkomu, loftþrýsting, vinda og vindhraða eru skoðaðir sérstaklega fyrir veðurstöðvar og staði á Íslandi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öllum grundvallarhugtökum veðurfræði eins og geislun, hita, raka, úrkomu, loftþrýstingi, vindhraða og vindátt
    • mismunandi loftslagi og veðurfari eftir landfræðilegri legu staða
    • uppbyggingu veðrakerfa eins og hæða, lægða og skila
    • úrkomuþáttum og úrkomutegundum
    • ósonlaginu og gróðurhúsaáhrifum og mikilvægi þeirra fyrir lífið á jörðinni
    • öfgafullum veðurfyrirbærum eins og fellibyljum og skýstrokkum, þurrkum og flóðum
    • loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra
    • loftslags- og gróðurbeltaskiptingu jarðar og á hverju hún byggist
    • grunnatriðum sem tengjast haffræði eins og varma, hita, seltu, straumum og öldum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • átta sig á hvernig eitt atriði í veðurfræðinni hefur áhrif á önnur
    • geta áttað sig á og notfært sér veðurkort
    • geta fundið út hvernig veður ræðst af landslagi, gróðurfari, fjarlægð staða frá hafi og frá miðbaug
    • átta sig á hvaða þættir stýra öfgum í veðri og hvers vegna
    • spá fyrir um loftslagsbreytingar samfara auknu magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á hvernig eitt atriði í veðurfræðinni hefur áhrif á önnur
    • átta sig á og notfært sér veðurkort
    • finna út hvernig veður ræðst af landslagi, gróðurfari og fjarlægð staða frá hafi og miðbaug
    • átta sig á hvað stýrir öfgum í veðri og hvers vegna
    • spá fyrir um loftslagsbreytingar samfara auknu magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.