Í áfanganum er farið yfir ýmis konar fjármálaútreikning, svo sem hefðbundinn vaxtaútreikning, fyrir fram greidda vexti og eftir á greidda vexti ásamt ýmsum vaxta- og viðskipathugtökum sem nauðsynlegt er að þekkja. Einnig er fjallað um launaútreikninga og ýmis lánaform svo sem yfirdrátt, skuldabréf, víxla, bílalán og húsnæðislán. Fjallað er um jafngreiðsluraðir og jafngreiðslulán, núvirðisútreikninga og fleira. Notaðar eru aðferðir út fyrri áföngum.
Markmið áfangans eru að nemendur fái að kljást við eins raunveruleg dæmi og hægt er og áskoranir sem mæta þeim í náinni framtíð.
STÆR2AJ05 og STÆR2FF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skiptareikningi og notkun hans
prósentureikningi
launaútreikningum og skilum á launatengdum gjöldum
vaxtaúrteikningum, einföldum og vaxtaútreikningi á lánum
vaxtavöxtum
verðtryggðum lánum
óverðtryggðum lánum
vísitölum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita skiptareikningi
nota prósentureikning til að finna verð með eða án afsláttar, afsláttarprósentu eða álagningu
reikna vexti af víxlum, skuldabréfum og yfirdráttarlánum
reikna laun og launatengd gjöld ásamt því að setja upp launaseðil
beita vaxtareikningi og vaxtavaxtareikningi
geta fram- og afturvirkt greiðslur
reikna afborganir lána með jöfnum greiðslum
reikna afborganir lána með jöfnum afborgunum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipta kostnaði hlutfallslega rétt milli aðila
hafa góðan skilning á hugtakinu prósentur og getað reiknað afslætti, álagningu og annað í daglegu lífi
yfirfara eigin launaseðla
geta tekið afstöðu til mismunandi fjármögnunarleiða á bifreiðum eða öðrum tækjum
skipuleggja eigin sparnað t.d. fyrir bíl eða húsnæði
taka afstöðu til vaxtakjara og hvaða áhrif vextir og lánstími hafa á heildar skuldastöðu
taka afstöðu til mismunandi lána, jafngreiðslulána eða lána með jöfnum afborgunum
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.