Í áfanganum er fjallað um helstu vistferla í vistkerfum, hringrásir, fæðutengsl, stofna og framvindu. Fjallað er um áhrif vistbreytinga á loft, láð og lög. Sérstaklega eru valin íslensk vistkerfi, landlæsi, gróður, jarðvegsrof og vistheimt. Viðfangsefni tengjast nærumhverfi nemenda og samfélagi en taka um leið mið af því sem gerist í umheiminum. Umhverfismál eru í brennidepli í áfanganum og fjallað um gróðurhúsaáhrif, ósonlagið, súrnun sjávar, hringrásir efna, hnattræn umhverfisáhrif og alþjóðleg samvinnu og stefnumörkun í umhverfismálum. Fjallað er um náttúrusiðfræði og sjálfbæra þróun. Nemendur vinna með hugtök, þekkingu og umræðu úr umhverfisfræði sem tengjast orkugjöfum og auðlindanýtingu. Nemendur kynnast mismunandi orkugjöfum, hvernig þeir eru nýttir til orkuframleiðslu og hvaða áhrif þeir hafa eftir staðsetningu í heiminum. Skoðuð eru neikvæð áhrif óendurnýjanlegra orkugjafa sem hafa aukið kröfu á notkun endurnýjanlegra auðlinda til orkuframleiðslu sem og áhrif tækniframfara á nýtingarmöguleika mismunandi orkugjafa og framtíðarsýn.
LÆSI2NÁ10 og LÍFF1GL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum sem snúa að vist- og umhverfisfræði
náttúrusiðfræði og sjálfbærri þróun
mismunandi orkugjöfum og orkuframleiðslu
neikvæðum áhrifum óendurnýjanlegra orkugjafa
áhrifum tækniframfara á umhverfismál
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér gagna á gagnrýninn og ígrundaðan hátt og vinna lausnamiðað með álitamál sem upp kunna að koma í umhverfismálum
rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti
bregðast við nýjum og krefjandi aðstæðum
tengja saman orsakir og afleiðingar vegna nýtingu orkuauðlinda
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipuleggja eigin viðfangsefni og takast á við þrautir, beita gagnrýninni hugsun, vinna með álitamál og meta mögulegar lausnir
leysa verkefni tengd umhverfismálum
vera fær um að lesa í náttúruna og vera meðvitaður um gildi, viðhorf og tilfinningar sínar gagnvart hnattrænum áhrifum og jafnræði jarðarbúa
auka víðsýni og styrkja viðhorf sitt til umhverfismála
gera sér grein fyrir eigin ábyrgð í umhverfismálum og hvernig hann getur miðlað reynslu sinni og þekkingu til góðs í átt að sjálfbærni
taka ábyrga og rökstudda afstöðu til umhverfismála
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.