Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623146387.58

    Framsögn og tjáning
    ÍSLS1ÍT04
    22
    íslenska á starfsbraut
    íslenska og tjáning
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Íslenskuáfangi með áherslu á munnlega framsögn og tjáningu nemenda. Markmiðið er að efla tjáningu og auka sjálfstraust nemenda. Nemendur fá þjálfun í að koma fram, tjá sig á mismunandi hátt og rökstyðja mál sitt. Þeir fá tilsögn í raddbeitingu og látbragði eftir aðstæðum hverju sinni. Áhersla er lögð á þjálfun í lestri, ritun, tjáningu og málnotkun á fjölbreyttan hátt. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð auk samvinnu nemenda. Nemendur nýta sér hljóðbækur og talgervla við námið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvers konar orðræða er við hæfi hverju sinni
    • mikilvægi mismunandi raddbeitingar
    • mikilvægi þess að vera meðvitaður um líkamstjáningu
    • notkun hjálpargagna við ritun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • koma fram fyrir nemendahópinn
    • taka þátt í umræðum
    • íhuga og tjá sig um lesefni
    • nýta sér talgervil, hljóðbækur og aðra tækni við námið.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera meðvitaður um styrkleika sína
    • efla sjálfstraust og trú á eigin getu
    • hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • virða skoðanir annarra
    • nýta sér hjálpargögn við lestur og undirbúning framkomu.
    Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.