Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623323631.35

    Bakstur
    HEIS1BA02
    11
    Heimilisfræði á sérnámsbraut
    Bakstur
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í þessum áfanga er höfuðáherslan lögð á bakstur. Áhersla er lögð á undirbúning, framkvæmd og frágang við bakstur. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum og samvinnu við aðra nemendur.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig unnið er eftir uppskriftum/verklýsingum
    • að hægt er að leita uppskrifta á fjölbreyttan hátt
    • hvernig hægt er að baka á einfaldan hátt
    • notkun helstu mælitækja, áhalda og tækja í eldhúsi
    • góðum og skipulögðum vinnubrögðum í eldhúsi
    • mikilvægi hreinlætis við bakstur.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • baka kökur, brauð og útbúa aðrar veitingar
    • nálgast uppskriftir á fjölbreyttan hátt
    • vinna eftir uppskriftum
    • vinna á skipulagðan hátt í eldhúsi
    • nota helstu áhöld og tæki í eldhúsi á öruggan hátt
    • viðhafa hreinlæti við bakstur
    • leggja á borð og ganga frá eftir borðhald.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • baka kökur og brauð eða útbúa aðrar veitingar
    • nýta tæki og áhöld í eldhúsi við matargerð
    • sýna góða umgengni og hreinlæti við matargerð
    • fara eftir almennum öryggisatriðum við eldhússtörf
    • finna uppskriftir eftir ólíkum leiðum
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    • ganga frá áhöldum og hráefni sem hefur verið notað.
    Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.