Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623404896.1

    Áhugamál og tómstundir
    ENSS1ÁT02
    26
    Enska á sérnámsbraut
    tómstundir, Áhugamál
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur geti tjáð sig um sitt daglega líf á ensku, fjallað um áhugamál sín og hugðarefni. Vinnuferlið miðast við að efla færni og sjálfstæði til að afla sér upplýsinga á ensku um mismunandi áhugamál og tómstundir. Með verkefnavinnu æfa nemendur sig í að tjá sig munnlega og skriflega um áhugamál.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða í tengslum við áhugamál sitt
    • orðaforða sem tengist daglegu lífi og athöfnum
    • ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
    • kostum þess að vera vel læs á enska tungu þegar kemur að upplýsingaöflun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í og halda uppi samræðum
    • skilja texta við hæfi og vinna verkefni tengd honum
    • halda kynningu fyrir samnemendur og/eða kennara
    • leita uppi og finna afmarkaðar upplýsingar úr texta og myndmáli
    • stafsetja á réttan hátt algeng orð á ensku.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hlusta á og skilja enskan texta
    • geta ritað skilaboð á enskri tungu varðandi áhugamál sín
    • beita virkri hlustun til að skilja inntak samræðna sem eiga sér stað í kennslustund
    • nota orðaforða og þekkingu í ensku við mismunandi aðstæður
    • nýta sér læsi í víðu samhengi
    Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.