Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623406287.72

    Land og saga
    ENSS1LA02
    21
    Enska á sérnámsbraut
    land, saga
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Áfanginn leggur áherslu á að nemendur í samvinnu við hópinn, kynnist einu enskumælandi landi ágætlega, s.s. staðsetningu, náttúru, menningu og sögu. Lokaverkefnið er að skipuleggja draumaferð til landsins.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi menningarheimum
    • orðaforða í tengslum við efni áfangans
    • mikilvægi þess að geta bjargað sér á ensku á ferðalögum og samskiptum erlendis
    • lestri texta sem nýtast í áfanganum
    • skiltum og leiðbeiningum í umhverfinu
    • flugvallarumhverfi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér orðaforða sem tengist ferðamennsku og ferðalögum
    • halda kynningu fyrir samnemendur og/eða kennara
    • átta sig á hvar best sé að leita sér upplýsinga á netinu
    • nota ensku sér til framdráttar á ferðalögum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota orðaforða og þekkingu í ensku við mismunandi aðstæður
    • auka sjálfstraust og trú á eigin getu við að skilja og tjá sig á ensku
    • lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
    • geta nýtt sér tungumálið til að tjá sig í tengslum við ferðalög og ferðamennsku .
    Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.