Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623406656.27

    Matur og matarmenning
    ENSS1MM02
    23
    Enska á sérnámsbraut
    matarmenning, matur
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Meginstef áfangans er matur og matarmenning. Með verkefnavinnu vinna nemendur að þema tengdu mat, matarmenningu, uppskriftum og uppruna fæðunnar. Nemendur læra að lesa uppskriftir á ensku ásamt því að lesa texta og horfa á myndir tengdar þemanu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða í tengslum við efni áfangans
    • algengum orðum og orðasamböndum
    • eldhústengdum orðaforða
    • lestri uppskrifta á ensku
    • munn- og skriflegum fyrirmælum á ensku
    • mismunandi menningarheimum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja texta í gegnum hlustun, ritun og samtöl og vinna verkefni tengd honum
    • byggja upp og bæta við orðaforða út frá áhugamáli
    • lesa fjölbreytta texta tengda viðfangsefninu
    • halda stutta kynningu fyrir samnemendur og/eða kennara
    • leita uppi og finna afmarkaðar upplýsingar úr texta og myndmáli.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • túlka megininnhald lesinna texta
    • vinna með texta á fjölbreyttan hátt
    • beita aðferðum við að efla orðaforða sinn
    • auka sjálfstraust og trú á eigin getu við að skilja og tjá sig á ensku
    • nýta sér læsi í víðu samhengi.
    Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.