Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623410359.09

    Goðafræði
    ÍSLS1GO04
    23
    íslenska á starfsbraut
    goðafræði
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Í áfanganum er fjallað um norræna goðafræði. Nemendur lesa og vinna með texta úr Snorra-Eddu. Nemendur kynnast heimsmynd víkinganna til forna, helstu goðum og hlutverkum þeirra. Fjallað er um goðafræðina í tengslum við menningu, sögu, siði, hefðir og áhrif á nútímasamfélög. Áhersla er lögð á þjálfun í lestri, ritun, tjáningu og málnotkun á fjölbreyttan hátt. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð auk samvinnu nemenda. Nemendur nýta sér hljóðbækur og talgervla við námið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • heimsmynd norrænnar goðafræði
    • helstu goðum norrænna manna og hlutverkum þeirra
    • innihaldi og söguþræði umfjöllunarefnisins
    • fjölbreyttum aðferðum við úrvinnslu verkefna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fjalla um goðafræði
    • nýta sér fjölbreyttar aðferðir við verkefnavinnu
    • vanda frágang verkefna
    • nota talgervil, hljóðbækur og aðra tækni við námið.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina innihald og söguþráð
    • taka þátt í málefnalegum umræðum í tengslum við námsefnið
    • útskýra hugmyndir norrænna manna um heimsmynd og trú á landnámsöld
    • skilja að norræn goðafræði er hluti af menningararfi Íslendinga
    • vinna að fjölbreyttum verkefnum
    • vanda frágang verkefna
    • nýta þá tækni sem auðveldar námið.
    Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.