Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623412494.27

    Íslensk dægurmenning
    ÍSLS1DÆ04
    22
    íslenska á starfsbraut
    dægurmenning
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Í áfanganum er lögð áhersla á íslenska dægurmenningu s.s. íslenskar kvikmyndir, sjónvarps- og útvarpsþætti, hlaðvörp og leikrit. Farið verður yfir helstu atriði íslenskrar dægurmenningar frá upphafi og fram að okkar dögum. Kynnt verða íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Rædd verða þau leikrit sem eru í gangi í leikhúsum landsins hverju sinni. Áhersla er lögð á þjálfun í lestri, ritun, tjáningu og málnotkun á fjölbreyttan hátt. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð auk samvinnu nemenda. Nemendur nýti sér viðeigandi hjálpargögn og lestrarleið við hæfi hvers og eins.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu þáttum íslenskrar dægurmenningar
    • tengslum dægurmenningar við breytingar á samfélaginu
    • hvert er hægt að fara í leikhús/kvikmyndasýningar
    • hvar er hægt að nálgast upplýsingar um leikhússýningar/kvikmyndasýningar
    • hvar og hvernig er hægt að kaupa miða
    • mismunandi hjálpargögnum til lesturs og ritunar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita þekkingu sinni í umræðu um efni áfangans
    • greina innihald og boðskap í leikhúsverkum/kvikmyndum
    • sækja leiksýningu/kvikmyndasýningu
    • gera grein fyrir upplifun sinni
    • skrifa kvikmyndarýni
    • nýta sér hjálpargögn við námið.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina innihald og söguþráð
    • mynda sér skoðun á leiksýningum/kvikmyndum
    • taka þátt í umræðum á gagnrýnin hátt
    • hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • gera sér grein fyrir að saga leikhúss og kvikmynda eru hluti af menningararfi Íslendinga
    • nýta þá tækni sem auðveldar námið.
    Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.