Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623422232.53

    Pappamassi
    LISK1PA04
    14
    Listir á starfsbraut
    pappamassi
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Nemendur vinna með endurnýtingu á pappír sem er tættur til dæmis úr eggjabökkum ofan í tunnu. Pappírinn er bleyttur og þegar hann er tilbúinn er unninn úr honum pappamassi. Í fyrri hluta áfangans koma nemendur til með að búa til fígúrur þar sem notaðir eru ýmiskonar vírar til að búa til beinagrindina. Álpappír er notaður til að móta utan um grindina og svo pappamassann sem búið er að blanda við fljótandi lím, til að fullmóta fígúruna. Að lokum er hún máluð með akríllitum og útbúin föt úr tauefnum. Í seinni hluta áfangans eru útbúnar til pappaskálar með sömu aðferð við blöndun pappamassa. Gifsskálar eru valdar til að leggja blönduna í til að móta skálina en þegar hún er þornuð er hún máluð í akríllitum og lökkuð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun hugmyndabókar og skráningu hugmynda
    • efnum og tækjum sem hann notar við vinnu sína
    • endurnýtingu á ýmsum pappír til að nota í sköpun sinni
    • ferli frá hugmynd að fullunnu verki.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota sköpunargáfu og eigið frumkvæði til hönnunar
    • nota og umgangast efni og tæki við vinnslu pappamassa
    • skrá hugmyndir og vinna skissur í hugmyndabók til að nota við gerð verkefnis
    • þjálfa hagnýt vinnubrögð sem geta nýst í starfi og tómstundum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þróa með sér tilfinningu fyrir formi, litum, notagildi og listrænu yfirbragði
    • geta hannað og framleitt hluti til gjafar eða sölu
    • beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar
    • öðlast skilning á endurvinnslu og nýtingu til að búa til myndverk úr endurunni afurð.
    Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu líka einnig samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.