Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1624533093.43

    Hestamennska bóklegt V
    HEST3ÞG05
    1
    hestamennska
    Þjálfun og gangtegundir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er farið í sögu reiðmennsku. Þjálfun hesta og þjálfunarlífeðlisfræði. Safnandi og liðkandi fimiæfingar og eðlismunur á þeim. Hvenær og hversvegna ákveðnar fimiæfingar er notaðar. Farið betur í opinn sniðgang og æfinguna að bakka. Framhaldsgangtegundaþjálfun. Skeiðþjálfun. Íslenskar stangir og notkun þeirra. Keppni á íslenskum hestum. Félagssamtök og stofnanir.
    HEST2KF03, REIM2KF05, FÓHE2HU03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu reiðmennsku.
    • þjálfun hesta og þjálfunarlífeðlisfræði.
    • skipulagi félagskerfis hestamennskunnar.
    • muninum á safnandi og liðkandi fimiæfingum.
    • opnum sniðgangi og æfingunni að bakka.
    • framhaldsgangtegundaþjálfun.
    • skeiðþjálfun.
    • íslenskum stöngum og notkun þeirra.
    • keppni á íslenskum hestum.
    • framhaldsþjálfun með tilliti til réttrar líkamsbeitingar hests
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig í ræðu og riti um fagið.
    • afla sér upplýsinga á víðtækan hátt um hestamennsku og nýta sér það til framdráttar.
    • leggja rétt mat á einfaldar aðstæður og taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verklag.
    • nálgast fag sitt af ábyrgð og virðingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla þekkingu sinni m.a. í ræðu og riti um sögu reiðmennsku.
    • þjálfun hesta og þjálfunarlífeðlisfræði.
    • skipulagi félagskerfis hestamennskunnar.
    • muninum á safnandi og liðkandi fimiæfingum.
    • opnum sniðgangi og æfingunni að bakka.
    • framhaldsgangtegundaþjálfun.
    • skeiðþjálfun.
    • íslenskum stöngum og notkun þeirra.
    • keppni á íslenskum hestum.
    • skipulag félagskerfis hestamennskunnar
    Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum og ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.