Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1624533161.72

    Hestamennska bóklegt IV
    HEST2KF05
    11
    hestamennska
    Knapinn, form og hugtök í þjálfun, hestatengd ferðaþjónusta, markmiðssetning, söfnun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á knapann, líkamsbeitingu, jafnvægi, viðhorf og andlega líðan. Markmiðssetning, þjálfunaráætlun og hugþjálfun. Teymingar og framhaldsfimiþjálfun. Form hestsins, jafnvægi og líkamsbeiting hans. Upphaf söfnunar, stöðvun og hömlun. Samspil hvetjandi og hamlandi ábendinga. Þjálfunarstig klassískrar reiðmennsku og hugtök tengd þjálfun. Framhald hringteyminga. Hestatengd ferðaþjónusta.
    HEST2GÞ05, REIM2GÞ05, FÓHEGR03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi að knapinn sé í góðu andlegu og líkamlegu jafnvægi.
    • markmiðssetningu og þjálfunaráætlunum.
    • hugþjálfun og hvernig knapinn lærir.
    • réttri líkamsbeitingu knapans og þjálfun hans.
    • æfingum er lúta að því að bæta jafnvægi hestsins og skilja hvað liggur þeim til grundvallar.
    • framhaldi hringteyminga og teymingar á hesti.
    • formi hestsins, yfirlínu og undirlínu.
    • hvernig bæta skal jafnvægi hestsins og líkamsbeitingu.
    • þjálfunarstigum klassískrar reiðmennsku og hugtökum tengd þjálfun.
    • samspil hvetjandi og hamlandi ábendinga.
    • upphafi söfnunar, stöðvun og hömlun.
    • hestatengdri ferðaþjónustu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • setja sér markmið.
    • • setja fram einfaldar þjálfunaráætlanir og fylgja þeim.
    • tjá sig í ræðu og riti um fagið og þjálfun hrossa.
    • leggja rétt mat á einfaldar aðstæður og taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verklag.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla þekkingu sinni m.a. í ræðu og riti um mikilvægi þess að knapinn sé í góðu andlegu og líkamlegu jafnvægi.
    • markmiðssetningu og þjálfunaráætlunum.
    • hugþjálfun og hvernig knapinn lærir.
    • rétta líkamsbeitingu knapans og þjálfun hans.
    • mismunandi þjálfunarstig og hugtök þeim tengd.
    • æfingar er lúta að því að bæta jafnvægi hestsins og skilja hvað liggur þeim til grundvallar.
    • hringteymingar og teymingar á hesti.
    • form hestsins, yfirlínu og undirlínu.
    • hvernig bæta skal jafnvægi hestsins.
    • samspil hvetjandi og hamlandi ábendinga.
    • upphaf söfnunar, stöðvun og hömlun.
    Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum og ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.