Tölvuleikir eru ein vinsælasta afþreying nútímans. Tölvuleikir byggja oft á sögulegum atburðum eða hafa skýrskotun í sögu og menningu. Í þessum áfanga er farið yfir samspil sögunnar og tölvuleikja. Farið verður yfir það hvernig saga og menning birtist okkur í tölvuleikjum og hvernig við erum ítrekað sett inn í liðna atburði þegar við spilum tölvuleiki. Megináhersla verður lögð á gagnrýna hugsun, rannsóknarvinnu og sjálfstæð vinnubrögð nemenda.
SAGA2YS05(21)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig sagan birtist okkur í tölvuleikjum.
hvernig við horfum gagnrýnum augum á þá sögu sem birtist okkur í tölvuleikjum.
goðsögum sem birtast okkur í tölvuleikjum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meta gildi og áreiðanleika heimilda og nýta sér fjölbreyttar tegundir þeirra
sjá tengsl fortíðar og nútíðar og samhengið milli tímabila, svæða og sviða
tileinka sér og beita hugtökum um fyrirbæri sögunnar og átti sig á gagnsemi þeirra og takmörkunum.
beita gagnrýninni hugsun í tölvuleikjaspilun sinni.
greina hvernig sagan er mikilvægur hluti af tölvuleikjum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti ...sem er metið með... verkefnum, ritgerð, rökræðum, prófum
leggja mat á eigin frammistöðu og annarra í verkefnavinnu ...sem er metið með... sjálfsmati, jafningjamati
taka þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni ...sem er metið með... rökræðum, jafningjamati
sýna umburðarlyndi og víðsýni gagnvart sögulegum viðfangsefnum ...sem er metið með... verkefnum, rökræðum, ritgerð, prófum
Leiðsagnarmiðað námsmat þar sem helstu námsþættir eru til dæmis: tölvuleikjaspilun, skilaverkefni, tímakannanir, ritgerð, rökræður, sjálfsmat, jafningjamat og próf.