Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1631021986.46

    Sagan og tölvuleikirnir
    SAGA3TL05(32)
    None
    saga
    Tölvuleikir, menning og saga
    í vinnslu
    3
    5
    32
    Tölvuleikir eru ein vinsælasta afþreying nútímans. Tölvuleikir byggja oft á sögulegum atburðum eða hafa skýrskotun í sögu og menningu. Í þessum áfanga er farið yfir samspil sögunnar og tölvuleikja. Farið verður yfir það hvernig saga og menning birtist okkur í tölvuleikjum og hvernig við erum ítrekað sett inn í liðna atburði þegar við spilum tölvuleiki. Megináhersla verður lögð á gagnrýna hugsun, rannsóknarvinnu og sjálfstæð vinnubrögð nemenda.
    SAGA2YS05(21)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig sagan birtist okkur í tölvuleikjum.
    • hvernig við horfum gagnrýnum augum á þá sögu sem birtist okkur í tölvuleikjum.
    • goðsögum sem birtast okkur í tölvuleikjum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta gildi og áreiðanleika heimilda og nýta sér fjölbreyttar tegundir þeirra
    • sjá tengsl fortíðar og nútíðar og samhengið milli tímabila, svæða og sviða
    • tileinka sér og beita hugtökum um fyrirbæri sögunnar og átti sig á gagnsemi þeirra og takmörkunum.
    • beita gagnrýninni hugsun í tölvuleikjaspilun sinni.
    • greina hvernig sagan er mikilvægur hluti af tölvuleikjum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti ...sem er metið með... verkefnum, ritgerð, rökræðum, prófum
    • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra í verkefnavinnu ...sem er metið með... sjálfsmati, jafningjamati
    • taka þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni ...sem er metið með... rökræðum, jafningjamati
    • sýna umburðarlyndi og víðsýni gagnvart sögulegum viðfangsefnum ...sem er metið með... verkefnum, rökræðum, ritgerð, prófum
    Leiðsagnarmiðað námsmat þar sem helstu námsþættir eru til dæmis: tölvuleikjaspilun, skilaverkefni, tímakannanir, ritgerð, rökræður, sjálfsmat, jafningjamat og próf.