Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1631022531.94

    Tungumálið og tölvuleikir
    TUNG3TM05(42)
    None
    Tungumál og menning
    Tölvuleikir, enska, tungumálið, íslenska og miðlun
    í vinnslu
    3
    5
    42
    Í þessum áfanga verður fjallað um textasmíði og miðlun texta um tölvuleiki á fjölbreyttan hátt. Nemendur læra um grunnatriði fjölmiðlafræði, viðtalstækni, framkomu og miðlun. Nemendur leysa margs konar lesskilningstengd verkefni um tölvuleiki og vinna að þýðingum bæði á ensku og íslensku. Nemendur læra að miðla umfjöllunarefni sínu á fjölbreyttan hátt. Setja upp skýran og skilmerkilegan texta ætlaðan fjölbreyttum hópi viðtakenda. Gerð er ítarleg krafa um nákvæm og vönduð vinnubrögð.
    10 einingar í íslensku á 2.þrepi og 10 einingar í ensku á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi námi og starfi.
    • Reglum um uppsetningu og miðlun texta á ólíku formi.
    • Grunnatriði fjölmiðlafræði.
    • Eigindlegri viðtalstækni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nýta sér fyrirlestra, rökræður, umræður og ýmsa miðla til að koma máli sínu á framfæri.
    • Beita gagnrýninni hugsun á viðfangsefni sitt.
    • Lesa texta sem gerir miklar kröfur til lesandans bæði á íslensku og ensku.
    • Flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinagerð, draga fram aðalatriði, rökstyðja.
    • Skrifa greinar um tölvuleiki og miðla áfram til ólíkra markhópa.
    • Setja upp viðtöl tengt ólíkum viðfangsefnum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Lýsa skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann hefur kynnt sér ...sem er metið með... kynningarverkefnum
    • Taka viðtal og miðla niðurstöðum...sem er metið með... viðtalsverkefnum.
    • Skrifa texta með röksemdarfærslu þar sem fram koma meðrök og mótrök og þau eru vegin og metin ...sem er metið með... ritunarverkefnum
    • skrifa ritgerð sem fylgir kröfum um vísindalega framsetningu og meðferð heimilda ...sem er metið með... heimildaritgerð.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem felst í því að nemandinn fái með skipulegum og reglulegum hætti upplýsingar frá kennara um hvernig hann stendur í náminu. Meðal námsmatsþátta eru ýmiss konar verkefni (bæði einstaklings- og hópverkefni, munnleg verkefni og skrifleg), ritunarverkefni, heimildaritgerð, viðtalsverkefni, vefsíða, kynningarverkefni, hlustunarverkefni auk styttri prófa.