Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1632819725.54

    Inngangur að forritun
    TÖLF2IF05
    6
    Tölvunarfræði
    Inngangur að forritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum grunnáfanga í tölvunarfræði er farið yfir grunnþætti sem tölvur byggjast á og hvernig þeir þættir vinna saman og starfa. Farið er í grunnþætti á forritunarmálinu Java með viðmótsforritinu Processing. Í forritinu munu nemendur búa til ýmis forrit þar sem notast er við ýmis form, hljóð og myndir.
    STÆR2FF05 OG TÖLN1GR02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu tölva
    • lykkjum og föllum
    • klösum
    • skipana í java forritunarmálinu með áherslu á form, myndir og hljóð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja skipanir á þann hátt þannig að tilgangur og tími til að keyra forrit séu sem best
    • nota processing
    • læra á grunnþætti Java forritunarumhverfisins
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
    • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • vinna í hóp með aðstoð tölva og netsins
    Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.