Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1634046466.05

    Matur og menning í Evrópu
    MOME2ME05
    5
    Matur og menning
    Matar- og menningarnám
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er hluti af Erasmusverkefni þriggja skóla sem heitir „Let´s eat culture“. Í áfanganum fræðast nemendur um matarhefðir og matarmenningu frá Lanzarote (Spánn) og Castel di Sangro (Ítalía). Farnar verða 2 námsferðir á önninni þar sem nemendur fræðast um matar- og menningarsögu þessara tveggja landa. Í ferðunum verður unnið með ríkjandi matarhefðir og innkaupavenjur, eldað úr afurðum úr héraði sem og með fólki af staðnum, farið í skoðurnarferðir á markaði og í fyrirtæki. Í áfanganum halda nemendur dagbók sem verður notuð sem hluti af rafrænni matreiðslubók. Í lok áfangans setja nemendur saman rafræna matreiðslubók úr efni áfangans sem síðan verður deilt með samstarfsskólum í Erasmusverkefninu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Matarhefðum á svæðinu sem heimsótt er
    • Hvernig svæðisbundnir réttir eru eldaðar og hvaða hráefni eru notuð
    • Matarinnkaupum í landinu sem heimsótt er
    • Matar- og menningarsögu svæðisins sem heimsótt er
    • Að lesa sér til um og taka þátt í að elda rétti af svæðinu
    • Grunnþáttum í mismunandi hefðum og matarmenningu
    • Uppruna hráefnis sem nemendur eru að nota
    • Þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    • Að meta eigið vinnuframlag og annarra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Leita sér upplýsinga um matar- og menningarsögu
    • Skoða ólíka matarmenningu og ræða um hana
    • Taka þátt í samræðum um mismunandi matarmenningu og hefðir, færa rök fyrir máli sínu og virða skoðanir annarra
    • Búa til fróðleiksmola sem birtir verða í uppskriftabók áfangans
    • Lesa uppskriftir, fylgja þeim eftir og fjalla um megininntak þeirra
    • Þýða á erlend tungumál
    • Efla skilning sinn á menningu- og matargerð úr öðru landi
    • Upplifa, skynja og smakka það sem hann tekur þátt í að framreiða
    • Skoða hráefni sem til er í umhverfinu og elda það
    • Geta unnið saman í teymi, skipta með sér verkum og skiptast á
    • Geta sett fram hugmyndir sínar um íslenska rétti og bregðast við viðmælendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Tjá skoðanir sínar og tilfinningar um mat og matarmenningu
    • Vera meðvitaður um menningarlegt hlutverk matar
    • Sýna nokkurt sjálfstæði við framreiðslu matar undir leiðsögn kennara
    • Tjá sig um eigin upplifun við framreiðslu matar við aðra viðmælendur með almennri ígrundun og samanburði
    • Geta sett upp rafræna matreiðslubók á erlendu tungumáli á myndrænan hátt
    • Leysa úr viðfangsefnum í samstarfi við aðra
    • Þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    • Sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart öðrum menningarheimum
    • Meta eigið vinnuframlag
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á aga, metnað, virðingu, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.