Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1634652521.09

    Playlisti 20. aldar – frá rokki til grunge, frá poppi til hip hops
    SAGA1RS05
    31
    saga
    rokksaga
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Farið er yfir helstu tónlistarstefnur og strauma í gegnum 20. öld. Athuguð eru tengsl við hópamyndanir, þjóðfélagsbreytingar, hnattvæðingu og hverskyns andóf. Nemendur stjórna að hluta hvaða tónlistarstefnum verður fjallað sérstaklega um. Nemendur vinna margs konar verkefni og flytja í kennslustundum. Notuð verða myndbönd og tónlist og byggist námið mikið á hlustun í kennslustundum, heima og með stuttum fyrirlestrum kennara og nemenda. Engin krafa er gerð um að nemendur hafi mikla þekkingu á tónlist en áhugi á allskyns tónlist er æskileg.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • áhrifamestu tónlistarstefnum 20. aldar
    • helstu áhrifavöldum í þróun tónlistar s.s. hljómsveitir, tónlistarfólk og tækninýjungar
    • mikilvægustu félagslegu breytingum 20. aldar og tengingum þeirra við tónlist
    • helstu hugtökum sem tengjast ólíkum tónlistarstefnum s.s. bjögun, bergmál, auto-tune, sömpl, trommuheilar o.s.frv.
    • hvernig íslensk tónlistarmenning breyttist í takt við erlenda strauma
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina á milli áhrifamestu tónlistarstefna 20. aldar
    • lesa og skilja áhrif ólíkra tónlistarstefna í samfélagi 20. aldar
    • greina stöðu tónlistar innan samfélagsins og þau áhrif sem tónlist gat haft á samfélagið
    • gera grein fyrir einkennum og þróun ólíkra tónlistarstefna
    • setja fram niðurstöður sínar bæði munnlega og skriflega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir samspili tónlistar, félagslegra breytinga og myndun menningarkima
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um tónlist og tónlistarstefnur
    • geta lagt mat á heimildir og upplýsingar
    • geti beitt öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á eigin námi og unnið í samvinnu við aðra
    Áfanginn er símatsáfangi