Í þessum áfanga er lögð áhersla á dans sem frásagnar- og túlkunarform. Rætt verður um grunnþætti danssmíða sem byggt er á spunaformi til að uppgötva ólíka möguleika í hreyfingu. Nemendur fá tækifæri til þess að skapa út frá eigin líkama og færni. Fjallað verður um sundurleitan hóp danslistarfólks, sögu dansins sem sviðslistaforms og hlutverki og tilgangi hans í söngleikjum. Sérstök áhersla er lögð á verklega kennslu, samvinnu nemenda, skapandi og gagnrýna hugsun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
líkamanum sem eina heild (líkami, hugur og sál)
eigin líkama, styrkleikum og veikleikum.
sögu dansins sem sviðslistaforms
hlutverki dansins í söngleikjum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
efla líkamsvitund og líkamslæsi
nota dans sem frásagnar- og túlkunarform
beita spunahugtökum í danssköpun
vinna með öðrum að dansverkefnum
gefa og taka á móti uppbyggilegri gagnrýni og nýta sér hana í dansi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir eigin líkamsstöðu og hreyfingum
skapa og flytja dansverk í hóp
lýsa og ræða sögu dansins innan leikhússins/sviðslistaformsins
kynnast danslistarfólki og aðferðum þeirra til sköpunar
tengja hugmyndir sínar um dans við eigið áhugasvið innan leikhússins
uppgötva ólík hreyfimynstur með spunahugtökum
tjá og túlka hugmyndir sínar og ræða dans á gagnrýninn hátt, beita við það viðeigandi orðaforða
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.