Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1645119257.29

    Hreyfifræði og aflfræði
    EÐLI2VS05
    33
    eðlisfræði
    Hreyfifræði, aflfræði, ljós, mælieiningar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Þetta er grunnáfangi í eðlisfræði á náttúruvísindabraut. Í áfanganum er lagður grunnur að hreyfifræði, aflfræði og ljósfræði og lögð áhersla á að nemendur tileinki sér góð vinnubrögð í verkefnavinnu sem gagnist þeim til frekara náms.
    STÆR2AF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Einingum í SI-kerfinu, markverðum tölustöfum, stigstærðum og vigurstærðum.
    • Hreyfifræði í einni vídd.
    • Lögmálum Newtons, þyngdarkrafti, þverkrafti, núningskrafti og núningstuðli.
    • Vinnu, orku, afli og orkuvarðveislu.
    • Lögmáli Hookes, kraftstuðli, fjaðurkrafti og spennuorku.
    • Atlagi, skriðþunga og árekstrum.
    • Lögmáli Arkimedesar, uppdrifi og þrýstingi.
    • Helstu lögmálum um eðli ljóss.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota markverða tölustafi og réttar einingar við úrlausn verkefna.
    • Framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum þeirra.
    • Setja fram og túlka gröf sem lýsa hreyfingu hlutar í einni vídd.
    • Nota lögmál og hugtök námsefnisins á réttan hátt við úrlausn verkefna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Meta hvort niðurstöður mælinga og útreikninga séu raunhæfar.
    • Beita skipulögðum aðferðum við úrlausn verkefna, geta rökstutt aðferðirnar og túlkað niðurstöðurnar.
    • Gera sér grein fyrir notagildi eðlisfræðinnar og tengslum hennar við daglegt líf.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.