Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1646648545.52

    Tónlistarbransinn
    SKTL1TH05
    10
    Skapandi tónlist
    Tónlistarheimurinn
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn miðar að því að gefa nemendum yfirlit og betri þekkingu á mismunandi tækifærum og vinnu innan tónlistarbransans. Nemendur verða þ.á.m. kynntir fyrir flytjendum, umboðsmönnum/konum, lagasmiðum, tónlistarstjórum, útsetningum o.fl.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mismunandi störfum innan tónlistarbransans
    • Mismunandi tækifærum í kringum tónlist
    • Menntun og þjálfun sem eru í boði í tónlist
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Finna og skilja tækifæri innan tónlistarbransans
    • Búa til og skila skapandi verkefnum byggðum á námsefni
    • Geta nýtt sér fjölbreytta miðla til þess að nálgast efni og upplýsingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Afla sér upplýsinga og þekkingar á áhugaverðum tækifærum
    • Búa til og skila skapandi verkefnum byggðum á námsefni
    • Tjá sig og taka þátt í umræðum
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati.