Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1647264259.66

    Kynningaráfangi í listgreinum
    LIGR1KY03
    1
    Listgreinar
    Kynning
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í þessum áfanga fá nemendur innsýn í verklegt nám á sviði handverks og lista. Þeir kynnast ólíkri tækni og vinnuaðferðum í myndlist, listasögu og handverki og efla með því skynjun sína og hugsun á jákvæðan hátt. Eftir áfangann ættu nemendur að finna hvort þeir hafi áhuga á að kynna sér áframhaldandi nám á þessu sviði og geta þá stefnt í þá átt. Verkefnin eru fjölbreytt og nokkuð frjáls undir leiðsögn kennara og tímarnir þægilegir og bjóða upp á afslappað andrúmsloft. Ætlast er til að nemendur vinni nokkuð sjálfstætt, séu vandaðir í vinnubrögðum og þjálfist í því að breyta hugmynd í fullunnið verk. Eins er ýtt undir gagnrýna hugsun gagnvart eigin verkum og annarra. Megintilgangur listmenntunar er sá að nemendur læri að skapa og skynja í gegnum fjölbreyttan efnivið og finni nýjar og einstaklingsbundnar lausnir á viðfangsefnum sem hjálpar þeim að virkja skynfæri sín og verða næmari fyrir umhverfinu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • formum, línum og hreyfingum innan listsköpunar
    • gildi lita og notkun þeirra í umhverfi okkar
    • ferli frá hugmynd að fullunnu verki
    • aðferðum við listsköpun úr efnum sem skaða ekki umhverfið
    • nýtingu efniviðs úr daglegu umhverfi til listsköpunar
    • endurvinnslu
    • sjálfbærni og umhverfisvernd
    • mikilvægi þess að sýna öguð og vönduð vinnubrögð
    • sameiginlegum þræði í ólíkum listgreinum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • notkun hugmyndabókar og skráningu hugmynda
    • sjálfstæðum vinnubrögðum og vandvirkni í verkefnavinnu
    • að vinna með endurvinnslu efna úr nánasta umhverfi í listsköpun
    • að skipuleggja eigið vinnuferli og gera uppdrætti/hugmyndir að verkefni
    • umræðum um eigin verk og annarra nemenda
    • að þróa hugmynd yfir í fullunnið verk
    • að kynna niðurstöðu sínar á skilvirkan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta hæfni sína í listræna vinnu og sköpun
    • sýna frumkvæði í verkefnavinnu og verkefnavali
    • beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar
    • geta unnið á persónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfært þær eftir sinni eigin tilfinningu í fallegan nytjahlut, skreyti eða skúlptúr
    • geta opnað augun fyrir hinum hversdagslegu efnum og hlutum í nánasta umhverfi og nýtt þá í listsköpun
    • vinna með efni úr nánasta umhverfi
    • vera virkur í umræðum um umhverfið og endurnýjun
    • vera sjálfbær og tileinka sér endurvinnslu í listsköpun
    Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.