Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649331813.89

    Alþjóðamál
    MENN3AL05(MA)
    1
    menning
    Alþjóðamál
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    MA
    Í þessum áfanga er sjónum beint að menningu og málefnum líðandi stundar um allan heim. Skoðaðir verða ólíkir menningarheimar, helstu einkenni þeirra og staða með það að markmiði að öðlast skilning á fjölbreytni heimsins og hversu mikil dýrmæti eru fólgin í ólíkum litbrigðum menningar og mannlífs. Ólga og átök í heiminum verða skoðuð og rýnt í ástæður þess að til árekstra kemur milli ólíkra menningarheima. Fjallað verður um alþjóðakerfið og alþjóðasamskipti og þátttöku Íslands í þeim. Áfanganum er ætlað að gera nemendur meðvitaðri um heiminn í heild sinni, opnari og víðsýnni. Áhersla er lögð á virkni nemenda, gagnrýna hugsun og hæfni til að draga ályktanir. Námsmat felst í verkefnavinnu, umræðutímum og kynningum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ástæðum þess að menningarheimar rekast á og átök skapast
    • hvers vegna ákveðin öfl eru ráðandi í alþjóðasamskiptum og af hverju ólíkar stefnur þrífast
    • ólíkum sjónarhornum á tiltekin mál í alþjóðasamskiptum
    • alþjóðasáttmálum og forsendum þeirra
    • helstu alþjóðastofnunum
    • stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja viðfangsefni fram á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt
    • vinna á skilvirkan hátt, sýna frumkvæði og samvinnu
    • verja/útskýra rökstudda afstöðu sína
    • taka taka þátt í umræðu, beita virkri hlustun og greina samfélagsleg málefni á gagnrýninn háttþátt í umræðu, beita virkri hlustun og greina samfélagsleg málefni á gagnrýninn hátt
    • beita upplýsingatækni við þekkingarleit
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina aðalatriði í fréttaflutningi alls staðar að úr heiminum á gagnrýninn hátt
    • átta sig á þegar um upplýsingaóreiðu er að ræða eða röngum upplýsingum dreift, viljandi eða óviljandi
    • tileinka sér viðsýni og umburðarlyndi gagnvart fólki frá ólíkum menningarheimum
    • ræða við aðra af nokkru öryggi og fordómaleysi um efni sem tengjast ólíkum menningarheimum og átökum þeirra á milli
    • taka þátt í málefnalegum umræðum
    • sýna gagnrýna hugsun og skipulögð vinnubrögð við lausn viðfangsefna
    • nálgast viðfangsefni á mismunandi og viðeigandi hátt
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.