Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1653906621.5

    Goðafræði og kvikmyndir
    ÍSLE3GK05
    114
    íslenska
    Goðafræði og kvikmyndir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur munu kafa dýpra í heim norrænnar goðafræði og fornsagana og athuga hver birtingarmynd þeirra er í nútímasamfélagi. Leitað verður svara við spurningum á borð við: Hvernig tengjast goðsögur nútímanum? Hver eru tengsl Marvel mynda og annarra kvikmynda við norræna goðafræði og fornsögur? Hvernig birtast goðsögur og fornsögur í öðrum miðlum svo sem tónlist, bókum og tölvuleikjum.
    ÍSLE2MN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • norrænni goðafræði
    • ákveðnum fornsögum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða hvernig norræn goðafræði og fornsögur birtast í nútímalistsköpun t.d. í bókum, teiknimyndum, kvikmyndum, tónlist, tölvuleikjum, myndlist og fleiru
    • að bera saman fornsögur og goðafræði við nútímalistsköpun
    • vinna margvísleg og fjölbreytt verkefni sem efla skapandi hugsun og færni í móðurmálinu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með ólíka miðla og gera samanburð á ólíkum verkum þar sem nemandi getur séð hvað er líkt og hvað ólíkt
    • vinna á skapandi hátt að ólíkum verkefnum hvort sem þau eru skrifleg eða munnleg
    • beita þekkingu og gagnrýnni hugsun við verkefnavinnu