Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1654084437.15

    Stjörnufræði
    STJÖ2HJ05
    6
    stjörnufræði
    , himinhvelfingin og jörðin í kosmísku samhengi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nokkuð ítarleg umfjöllun um helstu atriði nútíma stjarnvísinda: (1) sólkerfið, myndun þess og þróun; (2) sólin og aðrar sólstjörnur, myndun þeirra, þróun og lokastig (hvítir dvergar, nifteindastjörnur og svarthol); (3) heimur vetrarbrautanna og kortlagning alheimsins, og (4) heimsfræði, upphaf alheims og þróun til vorra daga, örbylgjukliðurinn og myndun frumefnanna, hulduefni, hulduorka og endalok alheims.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • himinhvelfingunni, kvartilskiptum, myrkvum og ýmsum öðrum himinfyrirbærum
    • uppruna og eðli sólkerfisins
    • myndun, þróun og eðli sólstjarna
    • hvítum dvergum, rauðum risum, sprengistjörnum, nifteindastjörnum og svartholum
    • hugtökum í heimsfræði, t.d. þversögn Olbers, lögmáli Hubble, örbylgjukliðnum, Miklahvelli, hulduefni og hulduorku
    • hugmyndum um líf í alheimi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með samband sýndarbirtu, reyndarbirtu og fjarlægðar
    • nota þriðja lögmál Keplers og lögmál Hubbles
    • tengja staðsetningu og kvartil Tungls við áttahring
    • nota sjónauka til stjörnuskoðunar
    • nota hugbúnað í farsímum til að þekkja stjörnur og stjörnumerki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra myndun og þróun reikistjarna
    • tengja þróun stjarna við daglegt líf á Jörðinni
    • tengja þróun stjarna við HR-grafið
    • afla sér frekari þekkingar á fyrirbærum stjörnufræðinnar
    • útskýra undur alheimsins og kosmískt samhengi lífs á Jörðu
    • meta upplýsingar og fréttir af stjörnufræði í daglegu lífi