Í áfanganum er lögð áhersla á undirstöðuþjálfun fyrir heildræna líkams- og heilsurækt. Farið er yfir líffræðilegar forsendur þjálfunar og fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferð algengra meiðsla sem tengjast hreyfingu og mikilvægi svefns og slökunar. Verkefnavinna byggist á að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilsu og líkama. Námið fer fram í staðkennslu, vendikennslu og verkefnum utan skóla.
HEIL1HL01
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi undirstöðuþjálfunar fyrir líkama og heilsu