Í áfanganum verður farið yfir það hvernig hægt er að nota forritunarmálið Python. Nemendur læra að nota Python ritil. Nemendur kynnast gagnatögum, breytum, innbyggum föllum, virkjur, lykkjur, listum og vinna með einfalda forritun. Námið stuðlar að færni þátttakenda í undirstöðuatriðum forritunar. Lögð er áhersla á að þátttakendur sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Að vinna með breytur
Að vinna með lista
Að vinna með lykkjur
Þekkja gagnatög
Þekkja föll
Hlutbundinni forritun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Skrifa forrit
Beita hjúpun
Beita hlutbundinni forritun
Sjálfstæðum vinnubrögðum
Nota gagnatög og lykkjur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Leysa almennar þrautir í forritun
Nýta sér tölvunarfræði í öðrum áföngum og störfum
Lögð er áhersla á leiðsagnarmat í áfanganum. Nemendur fá reglulega endurgjöf yfir önnina frá kennara. Lögð er áhersla á fjölbreytt verkefni í samræmi við námskrá skólans.