Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1673970662.04

    Undirstöðuatriði tölfræði
    STÆR2TÖ05
    134
    stærðfræði
    undirstöðuatriði tölfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Gagnasöfn, flokkun og einkennishugtök um þau. Tíðni og tíðnidreifing, myndrit. Dreifing og stærðir sem einkenna dreifingu gagnasafna. Verkefni eru unnin með aðstoð reiknitækja (Excel).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu talningarreglum
    • grundvallaratriðum tölfræði, s.s. meðaltölum, fylgni, normaldreifingu, öryggisbili, dreifingum og frávikum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla tölur og talnamengi
    • nota reikniforritið við tölfræðilega útreikninga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
    • geta nýtt reikniforritið Excel sér til gagns