Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1675428606.95

    Ítalska fyrsti áfangi
    ÍTAL1IA05
    3
    ítalska
    Ítalska fyrsti áfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er byrjunaráfangi og er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Frá fyrstu kennslustund eru nemendur þjálfaðir í að hlusta á ítölsku og að bera fram einföld orð og setningar. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í réttum framburði og er þeim þætti sinnt bæði með hlustun og talæfingum sem og útskýringum á hljóðkerfi ítölskunnar. Þá er einnig lögð áhersla á skilning á mæltu máli. Einföld málfræðiatriði eru kynnt og þjálfuð jafnt og þétt eftir því sem viðfangsefni áfangans gefa tilefni til. Nemendur rita stutta texta. Áhersla er lögð á kynningar, tjáningu á eigin smekk sem og öflun upplýsinga. Ítalía er kynnt til sögunnar og bætt við þá þekkingu með ítarefni, t.d. tónlist og myndefni. Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi A1 í Evrópska tungumálarammanum (CEFRL).
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • nokkrum helstu grundvallarþáttum ítalsks málkerfis svo sem framburði, tónfalli og einfaldri setningaskipan
    • Ítalíu og hafa fengið innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þjóðarinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • geta fylgt einföldum fyrirmælum og skilið helstu kveðjur og kurteisisávörp
    • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist nemandanum, umhverfi hans og áhugamálum og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
    • segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og áhugamálum með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
    • geta skrifað stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, fyllt út einföld eyðublöð o.fl.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
    • beita mismunandi aðferðum til að skilja einfalda texta
    • taka þátt í einföldum samræðum og nota mismunandi kveðjur og samskiptaform eftir aðstæðum
    • segja frá persónulegum högum sem og einföldum staðreyndum um kunnugleg efni
    • rita mjög einfalda texta.