Í áfanganum verður áfram unnið með þá færni sem nemendur hafa tileinkað sér í fyrri áföngum í ensku og lögð áhersla á alla færniþætti tungumálanáms í námskeiðinu. Einkum verður þó lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að tjá sig í ræðu og riti á gagnrýninn hátt um kvikmyndamiðilinn, sem þau þekkja svo vel og er þeim er svo hugleikinn, og læra að meta hann út frá nýjum og áður óþekktum forsendum. Meginmarkmið áfangans er kynning á kvikmyndafræði og þeim orðaforða sem notaður er til að fjalla um kvikmyndir á gagnrýninn hátt. Rýnt verður í grunnþætti kvikmyndagerðar svo sem handritsgerð, frásögn, frásagnarmáta, persónusköpun og áhrifamátt kvikmyndastjarna. Til glöggvunar á kvikmyndagerð verður fjallað um tæknilega þætti kvikmyndagerðar svo sem hljóð, lýsingu, notkun lita, kvikmyndatöku og klippingu. Einnig verður rýnt í leikmynd, búninga og förðun. Kvikmyndir eru skoðaðar með hliðsjón af þessum þáttum sem að framan greinir. Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi C1 í Evrópska tungumálarammanum (CEFRL).
ENSK2UK05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum kvikmyndafræði
málfari til umfjöllunar um kvikmyndir og kvikmyndarýni á enskri tungu
tjáningarmáta kvikmynda
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa sér til fræðslu og ánægju texta sem tengjast „kvikmyndarýni“
greina aðferðir við kvikmyndagerð og túlkun á kvikmyndum
leggja gagnrýnið mat á kvikmyndir og geta tjáð sig um þær með viðeigandi orðaforða kvikmyndafræðinnar
nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni kvikmynda og kvikmyndatúlkun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum um kvikmyndir og kvikmyndagagnrýni
flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
geta tjáð tilfinningar, notað hugarflug og beitt stílbrögðum í túlkun sinni á kvikmyndum
skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin
Áfanginn er símatsáfangi þar sem byggt er á ábyrgð nemandans á náminu og námsmat byggist á viðveru í tíma og auknu sjálfstæði nemandans í verkefnavinnu og vinnuskilum.