Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1675775509.78

    Þættir úr mannkynssögu frá upphafi mannsins til nýaldar
    SAGA1MU05
    32
    saga
    þættir úr mannkynssögu frá upphafi mannsins til nýaldar
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Til grundvallar liggja 5 efnisflokkar og miðað er við að kennari velji a.m.k. 4 þeirra til umfjöllunar. Efnisflokkarnir eru: upphaf mannsins og þróun, fornaldarríki (2-3 ríki fornaldar skoðuð), trúarbrögð (ríkjandi trúarbrögð á fornöld kynnt), landafundir/siðskipti (skoðaðar helstu breytingar sem urðu í heiminum um 1500), upphaf nútímaþjóðfélags (upplýsing, iðnbylting, lýðræðisþróun). Markvisst er unnið að því að kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir heimilda og þjálfa þá í notkun þeirra og einfaldri framsetningu efnis. Lögð er áhersla á að sýna fram á hvernig sagan birtist nemendum í nútímanum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • völdum þáttum úr sögu mannkyns frá upphafi til nýaldar
    • algengum hugtökum sem höfð eru um fyrirbæri sögunnar
    • því að sjálfsmynd einstaklinga og hópa mótast af sögunni
    • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar
    • tegundum heimilda og helstu vinnubrögðum við heimildaleit og heimildanotkun
    • tengslum fortíðar og nútíðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa einfalda sagnfræðilega texta á íslensku
    • tengja samtíðaratburði við það sem áður hefur gerst
    • nota a.m.k. tvær gerðir heimilda við verkefnavinnu
    • taka saman skriflega stutta umfjöllun um afmarkað sögulegt efni og kynna fyrir jafningjum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja sjálfan sig í samhengi sögunnar sem þátttakandi og skoðandi
    • geta sett sig í spor fólks á ýmsum tímum
    • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni sem tekin eru fyrir í áfanganum
    Vinnueinkunn og lokapróf