Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1675775884.36

    Menningarsaga
    SAGA3MH05
    51
    saga
    menningarsaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn byggir að talsverðu leyti á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, heimildaleit, verkefnavinnu, úrvinnslu og framsetningu efnis. Nútímamenning, upphaf, þróun og staða nútímamenningar, sérstaklega vestrænnar menningar er í forgrunni. Upphaf menningar fornaldar, sérstaklega þeirra ríkja sem liggja nærri Miðjarðarhafi er m.a. skoðað. Megináherslan er þó ekki á fornaldarmenningu sem slíka, heldur á tengsl hennar við vestræna menningu og trúarbrögð frá fornöld og til dagsins í dag. Ólíkir þættir nútímamenningar eru teknir fyrir, s.s. listir almennt, leiklist, höggmyndalist, byggingarlist, málaralist, ólík fræði, s.s. raunvísindi, hugvísindi og tungumál, trúarhugmyndir/goðsögur og bókmenntaverk.
    SAGA2MN05 eða sambærilegur söguáfangi á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðgreiningu menningarhugtaksins í hlutlæga og huglæga menningu
    • aðgreiningu í leifar og frásagnir
    • helstu forsendum borgarmenningar
    • ólíkum sviðum menningar og tengsl þeirra við upphaf sitt
    • framlagi ólíkra menningarheilda til nútímamenningar
    • menningarframlagi ólíkra menningarsvæða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leggja gagnrýnið mat á menningarhugtakið hvað varðar svokallaða lág- og hámenningu
    • leita heimilda varðandi ólíkar menningarheildir
    • meta fjarlæg og nálæg samfélög með menningarlegum samanburði
    • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • meta menningarframlag ólíkra menningarsvæða til skilnings á nútímasamfélagi
    • nýta fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
    • miðla skýrt og skilmerkilega fræðilegu efni í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera saman ólíkar menningarheildir
    • yfirfæra þekkingu sína á einu sviði yfir á annað
    • meta menningarframlag ólíkra menningarsvæða á hlutlægan hátt
    • geta ályktað út frá einu sviði menningar yfir á annað án þess að fá bein fyrirmæli um hvernig það skuli gert
    Lokapróf og vinnueinkunn