Markmiðið er að nemendur lesi þýsku sér til ánægju og gagns og þjálfist í að nota tungumálið til að tala um efni sem þeir hafa lesið og kynnt sér. Unnið verður með styttri bækur, ævintýri, barnabækur, tímaritsgreinar og efni á netinu. Nemendur velja að stórum hluta það efni sem þeir vinna með. Í upphafi áfangans eru nokkrar hefðbundnar kennslustundir þar sem efnisflokkar og vinnubrögð eru kynnt. Eftir það vinna nemendur hver fyrir sig en geta leitað aðstoðar kennara. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og góða mætingu. Áfanginn er símatsáfangi þar sem nemendur kynna verkefni sín í viðtölum við kennara og vinna skriflegar greinargerðir sem mynda safnmöppu sem skilað er í lok annar. Hægt er að velja áfangann sem 3 eða 5 einingar.
ÞÝSK1ÞC05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ólíkum textagerðum, s.s. styttri bókum, ævintýrum, barnabókum, tímaritsgreinum og efni á netinu
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
notkun þýsku til að mæta markmiðum áfangans bæði munnlega og skriflega
mannlífi og menningu í löndum þar sem þýska er töluð sem móðurmál
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa margs konar texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt
kynna afmörkuð, undirbúin efni og taka þátt í samræðum um þau með því að beita framburði og málnotkun á sem réttastan hátt
skrifa styttri samfelldan texta, t.d. samantekt, draga ályktanir og tjá eigin skoðanir
nota hjálpargögn, svo sem orðabækur, við úrvinnslu texta
velja sér lesefni á hæfilegu þyngdarstigi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla á nokkuð ítarlegan hátt, munnlega og skriflega, um efni sem hann hefur valið sér og tjá eigin skoðanir
fjalla um og halda uppi samræðum um efni sem hann hefur kynnt sér
vinna sjálfstætt og skipulega
tileinka sér jákvætt viðhorf til þýskunnar og hafa trú á eigin kunnáttu í faginu.