Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1676968452.47

    Creative Writing
    ENSK3CW05
    101
    enska
    Creative Writing
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er bæði fræðilegur og verklegur. Lesin verða textabrot sem tengjast viðfangsefnum skapandi skrifa. Áherslan er lögð á greiningu verka og aukinn orðaforða til tæknilegs undirbúnings fyrir það að skrifa eigin texta. Fjölmörg skriftarverkefni auk útgáfu á eigin smásögu rafrænt. Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi B2 í Evrópska tungumálarammanum (CEFRL)
    ENSK3BR05/ENSK3AC05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tjáningarmöguleikum rithöfunda
    • tæknilegum atriðum við skapandi skrif
    • persónusköpun í bókmenntum
    • mismunandi frásagnarstíl og sjónarhorni sögumanns
    • þankahríð og fríhendisskrift
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa út frá mismunandi sjónarhorni sögumanns
    • skapa trúverðulegar sögupersónur
    • skrifa fríhendis byrjun á þankahríð eða afleiðingar hennar
    • nota tæknileg vinnubrögð er kemur að skapandi skrifum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá hugmyndir í riti
    • virkja sköpunarkraft og hugmyndaflug
    • geta betur notið bókmennta og þekki mismunandi tjáningarform rithöfunda.