Í áfanganum verða lesin skáldverk eftir Jane Austen og fjallað um þau út frá bókmenntum og menningu. Nemendur lesa skáldsögur eftir höfundinn, auk þess að horfa á bíómyndir og þætti sem byggð eru á verkum Austen. Farið verður yfir ævi og áhrif höfundar og lesnar verða fræðigreinar sem fjalla um skáldsögur hennar. Verk Jane Austen eru skoðuð út frá vinsælli nútímamenningu, feminisma og fleiri sjónarhornum. Velt er upp spurningum um hvers vegna verk Austen séu enn eins vinsæl og raun ber vitni og skoðaðar ólíkar endurgerðir og afbakanir á verkum höfundarins. Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi C1 í Evrópska tungumálarammanum (CEFRL).
ENSK3AC05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
einkennum og stíl Jane Austen
bakgrunni, ævi og áhrifum Jane Austen
breyttum reynsluheimi kvenna frá 19. öld til dagsins í dag
gagnrýni og umfjöllun um verk Jane Austen
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og skilja skáldsögur Jane Austen
fjalla um og greina skáldsögur Austen í umræðum og kynningum
horfa á, bera saman og greina kvikmyndir og þætti út frá skáldsögum
skrifa formlega og óformlega texta á ensku um viðfangsefnin
vinna að skapandi verkefnum í tengslum við efni áfangans
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
dýpka lesskilning sinn á ensku
mynda sér skoðanir og rökstutt þær í umræðum, kynningum og ritgerðum
hafa yfirsýn yfir helstu samfélagsbreytingar á högum kvenna frá tímum Jane Austen til dagsins í dag
miðla á skapandi hátt hugmyndum og skoðunum á verkum Jane Austen