Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í upplestri og framsögn. Lögð áhersla á áheyrilegan, skýran og blæbrigðaríkan framburð. Nemendur flytja fjölbreytta texta í bundnu máli og óbundnu. Auk þess semja þeir efni og flytja. Þeir læra undirstöðuatriði í ræðumennsku og æfa sig í að flytja spunaverkefni.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu einkennum íslensks talmáls við mismunandi aðstæður
helstu einkennum íslensks talmáls við flutning efnis
mismunandi málsniðum í íslensku talmáli
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá sig munnlega með skýrum hætti
skilja og nota algeng stílbrögð
semja ræður og kynningar með því að draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir
flytja af nokkru öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tilteknum málefnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
styrkja eigin málfærni
beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli við flutning á ýmiss konar efni
taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu.