Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1677231311.71

    Heimsmarkmiðin og skapandi túlkun
    HEMM3ST05
    1
    Heimsmarkmið
    Skapandi túlkun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er unnið með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og undirmarkmið þeirra. Nemendur vinna fjölbreytt skapandi verkefni um markmiðin og leitast við að túlka þau í gegnum listgreinarnar fjórar, myndlist, ljósmyndun, tónlist og ritlist. Nemendur kynnast þannig innihaldi heimsmarkmiðanna og leitast við að finna lausnir á þeim.
    10 e. á 2. þrepi í listgreinum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • merkingu heimsmarkmiðanna
    • tengslum milli umhverfis, hegðunar neytenda og mannréttinda
    • fjölbreyttum leiðum einstaklingsins til vistvænna lifnaðarhátta
    • að sköpun er hægt að vinna í hvaða miðli sem er
    • endurnýtingu í listsköpun
    • konsept-hugsun
    • vinnuumhverfi, vinnutækjum og áhöldum sinnar skapandi hugsunar
    • skapandi hugsun og hugflæði
    • hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar í sköpun
    • að þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja heimsmarkmið við umhverfisvernd og hnattrænt jafnræði
    • útskýra og beita hugtakinu sjálfbærni
    • ræða og rökstyðja hvernig mannréttindi, hagkerfi og umhverfisvernd tengjast sjálfbærni
    • beita skapandi hugsun
    • sjá möguleika skapandi hugsunar í mismunandi miðlum
    • tjá sig um eigin sköpun
    • beita mismunandi miðlunarleiðum í sköpun sinni
    • nýta sér hugarflæði í hugmyndavinnu
    • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
    • skiptast á skoðunum og setja fram hugmyndir sínar og bregðast við viðmælendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á áhrifum hvers einstaklings sem neytanda á umhverfi og samfélög
    • taka þátt í nýsköpun sem leiðir til sjálfbærni
    • minnka umhverfisáhrif sín með því að draga úr sóun og endurnýta eða endurvinna það sem hægt er á skapandi og nýstárlegan hátt
    • ræða og túlka á gagnrýninn hátt upplýsingar sem tengjast heimsmarkmiðunum
    • vera virkur og ábyrgur þátttakandi í umræðu um umhverfismál og mannréttindi
    • vera skapandi í hugsun
    • vera meðvitaður um sjálfbæra þróun og endurnýtingu í listsköpun
    • vera meðvitaður um menningarlegt hlutverk listsköpunar
    • fullvinna hugmyndir undir leiðsögn kennara
    • skapa eigin verk byggt á eigin listrænum styrk undir leiðsögn kennara
    • tjá sig hiklaust um eigin sköpun við aðra viðmælendur
    • skilgreina eigin verk og hugmyndir
    • taka þátt í sýningu þar sem nemandinn miðlar verkum sínum
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.