Markmið áfangans er að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti lögfræðinnar og er ætlað að hafa hagnýtt gildi til að veita nemandanum þá grundvallarfærni og þekkingu sem þörf er á til þess að getið lesið og túlkað lög.
Meðal þeirra þátta sem teknir verða sérstaklega til skoðunar eru mannréttindalögfræði, þjóðaréttur, stjórnskipunarréttur, stjórnsýsluréttur, erfðaréttur, sifjaréttur, samningaréttur, refsiréttur og síðast en ekki síst uppruni og hlutverk laga í lýðræðisþjóðfélagi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu greinum lögfræðinnar
uppruna laga
tilgangi laga
aðkomu ríkisvaldsins að setningu laga, framkvæmd þeirra og túlkun dómstóla á þeim
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fylgst með lagasetningarferlinu
fylgst með aðkomu almennings, stofnana og hagsmunaaðila að lagasetningu
leitað í íslenska lagasafninu
leitað í úrlausnum dómstóla
aflað sér heimilda af ýmsu tagi sem gagnast við úrlausn lagalegra álitamála
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesið og túlkað lög og lagafrumvörp
lesið og túlkað úrlausnir dómstóla
fundið svör við lagalegum álitaefnum
útskýrt samspil laga, siðferðis og stjórnmála
útskýrt ólíka þætti sem hafa áhrif á lagasetningu
Áfanginn er símatsáfangi og munu nemendur leysa ýmis verkefni, stór og smá, jafnt og þétt yfir önnina.