Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1678439861.43

    Sálfræði í kvikmyndum
    SÁLF3KV05
    47
    sálfræði
    kvikmyndasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga verður fjallað um margvíslegar birtingarmyndir sálfræði í kvikmyndum. Nemendur horfa á kvikmyndir og læra að greina þær út frá hugmyndum og kenningum sálfræðinnar. Fjallað verður um mismunandi þemu og svið innan sálfræðinnar eins og félagssálfræði og jákvæða sálfræði. Einnig verður fjallað um hvernig geðraskanir birtast okkur í kvikmyndum, hve raunverulegt það er og hvernig það hefur áhrif á samfélagið.
    SÁLF2IS05 eða sambærilegur áfangi í félagsvísindum á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tilfinningum, fordómum, einmannaleika, sársauka og sorg og hvernig þau birtast í kvikmyndum
    • hvernig sjálfstraust, þrautseigja og persónulegir styrkleikar birtast í kvikmyndum
    • hvernig sjúkdómar og fíkn, s.s. alkóhólismi, birtast í kvikmyndum
    • samskiptum kynjanna, tilhugalífi, ást, hjónabandi, skilnuðum og sættum út frá birtingarmynd þeirra í kvikmyndum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina mismundandi persónuleika og persónuleikaeinkenni í kvikmyndum út frá persónuleika-sálarfræði
    • átta sig á mikilvægi þess að þróa með sér góð lífsviðhorf og gildi út frá hugtökum jákvæðrar sálfræði
    • skoða kvikmyndir út frá sjónarhorni sálfræðinnar
    • setja sig í spor þeirra sem minna mega sín, skilja þá og hafa samúð með þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • eiga betri samskipti við aðra á forsendum innsæist sem hlýst af kynningu af mismunandi persónum og fjölbreytilegum mannlegum aðstæðum í kvikmyndum
    • rökstyðja mál sitt þegar fleiri en ein hlið er á málum
    • stuðla að dýpri sjálfsþekkingu
    • geta greint lifsviðhorf