Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1680255868.5

    Grunnáfangi í náttúruvísindum fyrir félags- og hugvísindabraut
    JARÐ1FH03
    6
    jarðfræði
    grunnáfangi í náttúruvísindum fyrir félags- og hugvísindadeild
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í þessum byrjunaráfanga í jarðvísindum er fengist við sérstöðu þeirra meðal náttúruvísinda. Unnið er að því að skapa þekkingu á hjálpargögnum í námi og starfi í jarðvísindum. Nemendur fræðast um þau ferli sem eru að verkum á yfirborði jarðar og í lofthjúpnum og tengja fræðilega umfjöllun við þau ummerki sem hvarvetna eru sýnileg í kringum okkur. Fjallað er um aðferðafræði og sögulega þróun í jarðvísindum. Sérstaða og grunnhugtök eru kynnt: kort og kortagerð, notkun kortagagna sem hjálpartækis, loftmyndir, loftmyndatúlkun, notkun myndrænna gagna sem hjálpartækis, innræn og útræn öfl og ummerki þeirra, náttúrufarslegar aðstæður á Íslandi og þættir úr staðfræði landsins, straumvatn, gerðir, forsendur, dreifing, fossar, flóð, nýting, stöðuvötn og hafið, hafstraumar, áhrif, veður, veðurþættir svo sem mettun, þrýstingur, veðurspár, loftslag, loftslagsbreytingar. Grundvallarnálgun að viðfangsefninu snýst um að nemendur öðlist þekkingu á þeim hluta umhverfis síns sem jarðvísindin fást við. Með samtengingu texta og verkefna er leitast við að opna augu fyrir lögmálum jarðvísinda sem hvarvetna eru í kringum okkur. Lífvana hluti jarðar í daglegu umhverfi nemendanna er settur í víðara samhengi og þannig reynt að gera þá meðvitaða um hvers vegna náttúrufyrirbæri eru með þeim hætti sem raun ber og hvernig líklegt er að þau þróist og hvaða máli það skiptir. Takmarkið er að gera nemendur læsa á umhverfið og þannig betur í stakk búna til að takast á við algeng verkefni á sama tíma og skilningur þeirra getur leitt til vitundar um og virðingar fyrir náttúrulegum ferlum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu, hugtökum, kenningum og aðferðum í jarðvísindum
    • notagildi þekkingar í náttúrufræðum og mikilvægi hennar til skilnings á umhverfinu og þróun staðbundinna aðstæðna og samfélaga
    • staðsetningarkerfum, kortum og fjarkönnunargögnum
    • sjálfbærni og sjálfbærri þróun
    • áhrifum loftslagsbreytinga á vistkerfi jarðar
    • staðfræði Íslands
    • mikilvægi vatns í öllum myndum og formum
    • veðri, helstu veðurfarsþáttum og loftslagi á heimsvísu og á Íslandi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
    • beita staðsetningaraðferðum við notkun korta og fjarkönnunargagna við úrvinnslu upplýsinga
    • staðsetja fyrirbæri á Íslandi og tengja náttúrufarslega þætti við staðsetninguna
    • nýta veðurfarsupplýsingar, bæði uppgefin gögn og upplýsingar úr umhverfinu til túlkunar á veðri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð, virkni í gagnaöflun, leggja sjálfstætt mat á upplýsingar við úrvinnslu og geta sett niðurstöður fram í rökræðu
    • hafa skilning á mikilvægi umhverfis síns og ólíkum aðstæðum sem jarðarbúar lifa við
    • geta lesið í umhverfi sitt og greint í sundur atriði eftir aðstæðum og samhengi
    • geta dregið ályktanir um ólíkar aðstæður á Íslandi varðandi vatnafar og veðurfar
    • tengja undirstöðuþætti jarðvísinda sem fjallað er um við umhverfi sitt og geta fjallað á rökrænan hátt um mikilvægi og notagildi þeirra fyrir daglegt líf