Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1681219430.1

    Umhverfisfræði
    UMHV2UM05
    24
    umhverfisfræði
    umhverfisfræði - grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Þessi áfangi er framhaldsáfangi fyrir hug- og félagsvísindadeild og tengir saman grunnáfanga í efnafræði, líffræði og jarðfræði við þverfaglega nálgun að umhverfisfræði. Vakin er athygli á tengslum samfélagsgreina eins og t.d. hagfræði við umhverfisfræðina. Áfanganum er ætlað að dýpka skilning nemenda á samhengi fræða, umhverfis og þeirra eigin lífsstíls. Helstu efnisþættir eru: umhverfi, nær- og fjarumhverfi og landslag jarðar; vistfræði, áhrif mannsins á vistkerfi jarðar; umhverfissiðfræði, sjálfbær þróun og alþjóðleg samvinna; orka, orkugjafar, kol, olía, vatnsafl og jarðhiti; skipulagsmál, manngert umhverfi; nýting jarðefna, endurnýjanlegar auðlindir, endurnýting, mengun, sorp, úrgangur og flokkun, vistvænn lífsstíll. Í áfanganum eru fyrrnefndar grunngreinar notaðar til að skoða samspil umhverfis og athafna mannsins. Helstu hugtök sem tengjast umræðu um umhverfismál eru kynnt og reynt að byggja upp jákvæð viðhorf til umhverfisins. Mikilvægi þess að nota fræðilegan grunn og hugtök umhverfisfræðinnar sem forsendu að ákvarðanatöku varðandi lífsstíl manna skoðað. Nemendur vinna sjálfstætt og í hópum, lögð verður áhersla á þemavinnu auk þess sem kynntar verða stofnanir og fyrirtæki sem tengjast málefnum og efni áfangans.
    EFNA1FH03, JARÐ1FH03 og LÍFF1GF04/LÍFF2GF04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum fræðigreinarinnar umhverfisfræðinnar
    • grundvallaratriðum vistfræðinnar og tengslum hennar við kenningar í umhverfisfræði
    • viðhorfum umhverfissiðfræðinnar
    • hverjar eru auðlindir jarðar og hvernig nýtingu þeirra er háttað
    • orkubúskap jarðar og helstu orkugjöfum
    • kenningum um áhrif mannsins á umhverfið
    • alþjóðlegri samvinnu varðandi umhverfismál
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja saman ólíkar fræðigreinar sem varða umhverfismál
    • lesa efni um umhverfismál á gagnrýninn hátt
    • taka rökstuddar ákvarðanir um eigin lífsstíl og neyslu
    • tengja saman siðferðisvitund og vitund um orsakir og afleiðingar af gerðum mannsins
    • vinna með öðrum að lausnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja umræðu og hugtök tengd umhverfismálum
    • taka ábyrga og rökstudda afstöðu til umhverfismála
    • geta tekið virkan þátt í umræðu og ákvarðanatöku um nýtingu náttúruauðlinda
    • skilja samhengi nýtingar auðlinda og áhrifa hennar á lífríki og landslag og þáttar mannsins í þróun umhverfisins
    • tengja þekkingu á umhverfismálum við daglegt líf og átta sig á mikilvægi hennar til framtíðar
    • sýna ábyrgð í eigin umgengni við náttúruna
    • öðlast heildstæða mynd af vanda sem ógnar framtíð jarðar og mikilvægi alþjóðahyggju í þessum málaflokki