Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1681222419.52

    Margliður, annars stigs föll, ræð föll, vísisföll og lograföll
    STÆR2LH05
    140
    stærðfræði
    hornaföll og vigrar o.fl., lotubundin föll
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Ræð föll, aðfellur, rótarjöfnur, brotajöfnur, algildisjöfnur, jöfnur á 2. stigs formi, ójöfnur og formerkjatöflur. Vaxtareikningur, vísis- og lograföll.
    STÆR2GN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ræðum föllum og aðfellum
    • sönnunum á helstu reglum í námsefninu
    • veldareglum og brotnum veldisvísum
    • lausn rótarjafna, brotajafna og algildisjafna
    • lausn á ýmsum tegundum ójafna
    • vísis- og lograföllum
    • einingarhring og hornaföllum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa ýmsar tegundir jafna og ójafna
    • meðhöndla ýmis föll, andhverfur og samsetningar falla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • átta sig á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausn verkefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
    • taka ákvarðanir í sértækum verkefnum.