Í áfanganum er lögð áhersla á heildræna heilsueflingu. Farið er yfir gildi hreyfingar og mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilsu og velferð. Nemendur fá fræðslu um mikilvægi þess að tengja saman andlega og líkamlega vellíðan. Þá er leitast við að auka meðvitund um hvað sé góð næring og skilja mikilvægi hennar til að viðhalda heilbrigði eða hvað gæti verið skaðlegt. Farið er yfir fjölbreytta möguleika til líkams- og heilsuræktar innan dyra sem utan. Verkefnavinna byggist á uppbyggingu þjálfunaráætlunar og markmiðssetningu. Lögð er rík áhersla á einstaklingshæfða þjálfun utan skóla. Nemendur setja sér raunhæf markmið í líkams- og heilsurækt og vinna sjálfstætt utan skólans að eigin markmiðum. Í öllum áföngum er minnt á mikilvægi svefns og slökunar. Allt námið er í fjarnámi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu þjálfunaráætlunar og markmiðssetningu
forvarnargildi almennrar heilsuræktar
mikilvægi allra þátta sem snúa að heildrænni heilsu
mikilvægi svefns, hvíldar og slökunar
mikilvægi andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar vellíðunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja einstaklingshæfð markmið
tileinka sér virkan lífsstíl
æfa slökun, liðleika og teygjur
æfa hreyfingar sem stuðla að bættri líkamsbeitingu- og stöðu
stunda fjölbreytta líkams- og heilsurækt
huga að öllum þáttum sem snúa að heildrænni heilsu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér markmiðsetningu til að takast á við persónulegar áskoranir og leysa af hendi krefjandi verkefni daglegs lífs
nýta tækifæri til þjálfunar og nota til þess fjölbreyttar aðferðir
akast á við áskoranir daglegs lífs varðandi heilbrigðan lífsstíl
stunda sjálfstæða líkams- og heilsurækt til framtíðar