Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1695380944.05

    Náttúra og nýsköpun: Samfélag, greining og nýskapandi úrræði
    NÝFR1SL02(11)
    4
    Nýsköpun og frumkvöðlafræði
    Frumkvöðlamennt, Lausnaleit, Sköpun, Þarfagreining
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    11
    Unnið er með hugmyndafræði nýsköpunar þar sem markmið áfangans er að nemandinn dýpki skilning sinn á aðferðum og ferli uppfinninga- og nýsköpunar við úrlasun vandamála. Áfanginn býður nemendum upp á námsvettvang til þess að greina raunveruleg vandamál og úrlausnarefni í nærumhverfi sínu og náttúru; læra nýjar aðferðir við lausn vandamála; æfa sig í að tjá rödd sína, auk þess að byggja upp svokallaða færni fyrir 21. öldina eins og teymisvinnu, lausnamiðun, gagnrýna hugsun og umhverfislæsi. Þá er áfanganum ætlað að nýta nýstofnað STEM námsvistkerfi með því að tengja saman nemendur, skóla, atvinnulíf, náttúru, vísindafólk og FabLab smiðju. Sem hluti af náminu fara nemendur í vettvangsheimsóknir í fyrirtæki og rannsóknarstofnanir, auk þess sem gestafyrirlesarar flytja efni tengt nýsköpun og samfélagi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Ýmsum hugtökum frumkvöðlafræðinnar
    • Geta sett nýsköpun og rannsóknir í samhengi við nærumhverfi sitt og samfélag
    • Hugtökum og aðferðum innviðakortlagningar
    • Framkvæmd rannsóknarvinnu í hugmyndaþróunarstarfi
    • Aðferðum til þess að túlka niðurstöður rannsókna og greiningar
    • Hugmyndafræði og ferli uppfinninga- og nýsköpunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Rannsaka og þarfagreina umhverfi sitt með tilliti til nýsköpunar
    • Túlka niðurstöður rannsóknarvinnu
    • Beita mismunandi úrvinnsluaðferðum í hugmyndavinnu
    • Vinna í teymisvinnu
    • Skrásetja þróun og framkvæmd hugmynda
    • Skýra hugmyndir sínar á margvíslegan máta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Sýna frumkvæði og skapandi nálgun í hugmyndastarfi
    • Greina og sjá tækifæri til nýsköpunar
    • Beita rannsóknum í athugunum sínum og hugmyndavinnu
    • Þróa og vinna hugmyndir í samvinnu með öðrum
    • Beita sjálfstæðum vinnubrögðum í þróun hugmynda
    • Vinna hugmyndir á margvíslegan og fjölbreyttan máta
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggist á því að nemandinn fái með skipulegum og reglulegum hætti upplýsingar frá kennara um hvernig hann stendur í náminu.